
Frisbígolffélag Reykjavíkur
FGR var stofnað í Gufunesi þann 20. ágúst 2017. Megintilgangur félagsins er að efla frisbígolfíþróttina í Reykjavík og taka þátt í að byggja upp aðstöðu til æfinga og keppni. FGR er aðildarfélag Íþróttabandalags Reykjavíkur. FGR nýtur stuðnings ÍBR, UMFÍ og Reykjavíkurborgar við margvísleg verkefni.
Félagið stendur fyrir æfingum og keppni í folfi og skipuleggur námskeið og kennslu fyrir almenning, skóla og frístundastarf. FGR hefur aðsetur í Þorláksgeisla 51 við frisbígolfvöllinn í Grafarholti í félagsheimilinu FGR, Geisla.
Aðalstjórn
Magnús Freyr Kristjánsson
Davíð Már Vilhjálmsson
Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir
Kristján Dúi Sæmundsson
Friðfinnur Tjörvi Ingólfsson
Varastjórn
Harpa María Reynisdóttir
Jóhann Ingi
Eiríkur Örn Brynjarsson
Dagur Páll Ammendrup
Þorgerður ,,hoddó”
Þjálfarar:
Kristján Dúi
Harpa María
Eiríkur Örn
Magnús Freyr
Nefndir og ráð
Mótanefnd
Mótanefnd FGR hefur umsjón með skipulagningu og framkvæmd móta og mótaraða á vegum félagsins.
Hana skipa: Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir og Friðrik Snær Sigurgeirsson
Fræðslunefnd
Fræðslunefnd hefur umsjón með skipulagningu fræðslustarfs og námskeiða á vegum félagsins.
Hana skipa: Kristján Dúi Sæmundsson og Eiríkur Brynjarsson.
Vallanefnd
Vallanefnd hefur umsjón með framkvæmdum og uppbyggingu vallanna í Grafarholti og Gufunesi fyrir hönd félagsins og í umboði stjórnar. Nefndin gerir tillögur um skipulag og þróun vallanna til framtíðar.
Hana skipa: Davíð Már Vilhjálmsson, Friðfinnur Tjörvi Ingólfsson.
Hússtjórn Þorláksgeisla: Stjórn FGR, Securitas, Jóhann Ingi.
Vallarstjórn Grafarholti: Stjórn FGR og Friðfinnur Tjörvi Ingólfsson
Vallarstjórn Gufunesi: Opið
Frisbígolffélag Reykjavíkur
Banki: 515-26-173030, Kt. 450917-3030
LÖG
Frisbígolffélags Reykjavíkur
1.gr.
Félagið heitir Frisbígolffélag Reykjavíkur
2. gr.
Tilgangur félagsins er að vinna að framgangi frisbígolfíþróttarinnar, einkum í Reykjavík, og uppbyggingu aðstöðu til æfinga, iðkunar og keppni í íþróttinni. Félagið stendur fyrir keppni í frisbígolfíþróttinni, ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við aðra. Félagið leiti samstarfs við önnur íþróttafélög, borgaryfirvöld og íþróttahreyfinguna um aðstöðu og aðkomu að skipulögðu æskulýðs- og íþróttastarfi með það fyrir augum að auka möguleika barna, unglinga og fullorðinna til æfinga og iðkunar íþróttarinnar allan ársins hring.s
3. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með samstarfi við borgaryfirvöld, hagsmunasamtök íþróttahreyfingarinnar, önnur íþróttafélög og frisbígolfiðkendur.
4. gr.
Öllum unnendum frisbígolfíþróttarinnar er heimil aðild að félaginu, enda séu þau samþykk tilgangi þess.
5. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.
6. gr.
Aðalfund skal halda í janúar ár hvert nema sérstakar og óvenjulegar aðstæður krefjist annars og þá eigi síðar en 1. mars sama ár.
Boða skal til aðalfundar með minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Rétt til setu á aðalfundi, atkvæðisrétt og kjörgengi til stjórnar hafa allir skráðir félagar sem náð hafa 18 ára aldri, að því gefnu að þeir hafi greitt félagsgjöld almanaksársins á undan fyrir 31. desember það ár.
Framboð til stjórnar og tillögur sem leggja á fyrir aðalfund verða að hafa borist stjórn minnst sjö dögum fyrir boðaðan aðalfund. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti félagsfólks á aðalfundi ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar lögð fram
Reikningar lagðir fram til samþykktar
Lagabreytingar
Ákvörðun félagsgjalds
Kosning til stjórnar og annarra trúnaðarstaða
Önnur mál
7.gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 5 úr hópi félagsfólks, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Einnig er heimilt að kjósa allt að 5 varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.
8.gr.
Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega. Að öðru leyti verður starfsemi félagsins fjármögnuð með styrkjum, framlögum og tekjum af viðburðum á vegum þess.
9. gr.
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins.
10. gr.
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna þá eignir þess til Íslenska frisbígolfsambandsins (ÍFS).
11. gr.
Innan félagsins starfa nefndir að afmörkuðum þáttum þess eins og þörf er á. Nefndir þessar eru skipaðar af stjórn og starfa í umboði hennar og í samræmi við stefnumál félagsins. Aðalfundur tekur ákvörðun um fjölda og verksvið nefnda félagsins.
12. gr.
Lögum þessum verður aðeins breytt með 2/3 hluta atkvæða á lögmætum aðalfundi að undangenginni kynningu á tillögum til lagabreytinga samhliða boðun aðalfundarins.
Lög þessi voru samþykkt á
Stofnfundi í Gufunesi
20. ágúst 2017
Með breytingu á aðalfundi 31.01.2025