Bikarmótaröð FGR 2025 - RDGC

Keppnistímabilið hefst 1. mars og lýkur 31. ágúst, með Bikarmóti FGR í september.

Upplýsingar

  • Bikarmótaröð FGR er mótaröð á vegum Frisbígolffélags Reykjavíkur (FGR).

  • Bikarmótaröðin samastendur af vikulegum PDGA vottuðum mótum.

  • Tímabilið er frá 1. mars – 31. ágúst 2025

  • Keppendur safna stigum í hverju móti á meðan tímabili stendur, þar sem stig eru úthlutuð út frá árangri í hverju móti.

  • Sérstök mót veita fleiri stig:

    1. Bikarmót FGR í september veitir tvöföld stig.

  • Eftirfarandi mót veita ekki stig í bikarmótaröð FGR

    1. Sölstöðumót FGR, Reykjavík Am Open og Reykjavík Open

  • 40 stigahæstu leikmenn tímabilsins í eftirfarandi flokkum fá þátttökurétt í Bikarmóti FGR.

  • Skráning, melding og fleira fer fram á síðu RDGC á UDisc eða í Appinu.

Titlar og viðurkenningar

Leikmenn mánaðarins: Stigahæstu leikmenn í flokkum MA1, FA1, MP40, FP40, MPO og FPO í hverjum mánuði.

Klúbbmeistarar FGR 2025: Stigahæstu keppendurnir í MA1, FA1, MP40, FP40, MPO og FPO í lok tímabilsins. (eftir Bikarmótið)

Bikarmeistarar FGR 2025: Sigurvegarar Bikarmóts FGR í MPO og FPO í lok tímabilsins.

Skráning og upplýsingar

Öll mót og viðburði á vegum FGR má finna á UDisc. Þar geta leikmenn:

  • Skráð sig til leiks

  • Fylgst með mótaskrá og deildastöðu

  • Skoðað upplýsingar um keppnisvelli

  • Fengið skilaboð frá mótsstjóra

  • Meldingar á mót og margt, margt fleira.

Mót og aðra viðburði á vegum Frisbígolffélags Reykjavíkur (FGR) er hægt að finna á UDisc. Skráningar á mót félagsins fara nú í gegnum UDisc. Þar geta leikmenn skráð sig til leiks, séð upplýsingar um völlinn, skilaboð frá mótsstjóra, meldað sig á mót, séð stöðu deilda og mótaraða og margt margt fleira. Ársaðild að UDisc fylgir Félagsaðild FGR 2025.


Smelltu hér - til að skrá þig í mótaröðina eða til að fygjast með niðurstöðum.