Frisbígolffélag Reykjavíkur

stofnað 20. ágúst 2017

Á íslandi spiluðu rúmlega 50.000 einstaklingar frisbígolf árið 2024

 

komdu að kasta!

 

Um félagið

Markmið Frisbígolffélags Reykjavíkur hafa ávallt verið að kynna íþróttina fyrir almenningi og efla frisbígolf á Íslandi. Við trúum því að með öflugu barna- og æskulýðsstarfi megi tryggja að frisbígolf dafni til framtíðar og um leið stuðla að bættri lýðheilsu.

Frisbígolffélag Reykjavíkur starfar í nánu samstarfi við Reykjavíkurborg við uppbyggingu frisbígolfsvæða og tilheyrandi aðstöðu á höfuðborgarsvæðinu. Félagið er aðildarfélag Íþróttabandalags Reykjavíkur og nýtur stuðnings ÍBR, Ungmennafélags Íslands og Reykjavíkurborgar í fjölbreyttum verkefnum.

Starfsemin

Félagið stendur fyrir yfir 150 viðburðum og mótum á ári, auk fjölbreyttra fræðsluviðburða, námskeiða og æfinga. Yfir vetrartímann bjóðum við upp á æfingar í Egilshöll á laugardagskvöldum, sem eru opnar fyrir alla félagsmenn Frisbígolffélags Reykjavíkur.

Auk þess höldum við æfingar í Fellaskóla á þriðjudögum. Þar eru æfingar fyrir börn í 1.–5. bekk frá kl. 18–19, fyrir börn í 6.–10. bekk frá kl. 19–20 og að lokum opnar púttæfingar fyrir félagsmenn frá kl. 20–22.

Æfingar FGR

Frisbígolffélag Reykjavíkur býður upp á fjölbreyttar æfingar : á þriðjudögum í Fellaskóla og á laugardögum í Egilshöll. Æfingarnar henta jafnt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í frisbígolfi sem og lengra komnum iðkendum.

Ef barnið þitt hefur áhuga á að prófa þessa skemmtilegu íþrótt er hægt að skrá það á æfingar í gegnum Abler.io. Þar sem Frisbígolffélag Reykjavíkur er aðili að Frístundakortinu gefst fjölskyldum jafnframt góður kostur á niðurgreiddum iðkendagjöldum.