Vertu með
Æfingar, keppni og viðburðir
UM félagið
Megintilgangur FGR er að efla frisbígolfíþróttina í Reykjavík og taka þátt í að byggja upp aðstöðu til æfinga og keppni. FGR er aðildarfélag Íþróttabandalags Reykjavíkur. FGR nýtur stuðnings ÍBR, UMFÍ og Reykjavíkurborgar við margvísleg verkefni.
Starfsemin
Félagið stendur fyrir tugum móta og viðburða árlega. Reglulegar æfingar fyrir alla aldurshópa eru vetur, vor og haust.
Æfingar FGR
Æfingar félagsins eru í Fellaskóla á þriðjudögum, Rimaskóla á fimmtudögum og Egilshöll á laugardögum. Langar barnið að æfa frisbígolf? Skráðu það á æfingar –FGR er aðili að Frístundakortinu.